Flaska/skvísa úr sílikoni - Haakaa

Haakaa

1.000 kr 3.190 kr
Birgðastaða: JSB-SSB-or

Deila:

Flaskan hentar fullkomlega til að taka með að heiman. Fyllið hana með mauki, smoothie, jógúrt eða öðru, setjið lokið á og hún er tilbúin. Flaskan er margnota og hana er einfalt að þrífa, má setja í uppþvottavél.

Handfang svo börnin geta sjálf haldið á henni og borðað. Tveir stútar fylgja með, ananr er með stærra gati sem hentar fyrir mauk og smoothie en einnig er hægt að nota flöskuna undir drykki með því að skipta um stútinn.

  • 100% sílikon sem má nota fyrir matvæli
  • Lekur ekki úr henni en er með stút sem hentar fyrir mauk og smoothie.
  • Stærð: 250 ml.
  • Litir: Blár, bleikur, grænn, gulur
  • Hentar vel í ferðalög
  • BPA-, PVC- og þalatfrítt
  • Má frysta og því hægt að búa til frosið góðgæti til að kæla sig á sumrin
  • Tveir stútar fylgja með, annar sem hentar fyrir mauk og annað með þykkri áferð. Hinn stúturinn breytir flöskunni í drykkjarflösku
  • Hægt að brjóta saman svo fari lítið fyrir henni í geymslu

Þrífið fyrir og eftir hverja notkun, mælt með að handþvo með volgu sápuvatni en má setja í uppþvottavél. Ekki mælt með að nota efni með klór til að sótthreinsa vörurnar frá Haakaa. Notið frekar gufusótthreinsun eða sjóðið í vatni í 2-3 mínútur. Plasthlutina má ekki sjóða (lokið).

Athugið: Skoðið vöruna reglulega og notið ekki ef einhverjar skemmdir verða á henni. Geymið ekki nærri beittum áhöldum. Notið mjúka bursta eða svampa til að þrífa, gróft getur rispað yfirborðið. Varan er ekki leikfang og hún skal notuð undir eftirliti fullorðinna.

Vörumerkin okkar