Tannburstasett - Haakaa

Haakaa

800 kr 1.000 kr
Birgðastaða: JSB-KOCS-pi

Deila:

Þó svo að barnatennur endist ekki eins lengi og fullorðinstennur eru þær afar mikilvægar fyrir þroska barna. Tannlæknar mæla með að þrífa tannhold barna, jafnvel áður en fyrstu tennurnar láta sjá sig. Í tannburstasettinu frá Haakaa er allt sem þarf til að sinna þessu frá upphafi. 

Byrjið með því að láta barnið venjast tannburstun og róa auma góma með fingratannburstanum. Hann er settur á fingur umsjáraðila og notaður til að nudda gómana. Þegar barnið er komið með tennur og sýnir því áhuga á að fá að prófa sjálf er byrjað að nota sílikon tannburstann. 

  • Heldur gómum og tönnum hreinum og heilbrigðum
  • Sílikon sem má nota fyrir matvæli
  • Sérstaklega mjúkir burstar úr sílikoni
  • Nuddar og róar viðkvæma góma
  • Aldur: 0-5 ára
  • Litur: Blár, bleikur
  • Sílikon skjöldur sem hægt er að taka af kemur í veg fyrir að tannburstinn fari ofan í kok
  • Boxið inniheldur: Tvo fingrabursta, einn sílikon tannbursta og 1 þvottastykki.
  • Allar vörurnar frá Haakaa eru BPA-, PVC-, þalat og blýlausar og prófaðar til að standast Evrópskar og N-Amerískar öryggisreglugerðir.
  • Má sótthreinsa eða þrífa í sjóðandi vatni

Þrífið eftir hverja notkun. Má sótthreinsa með gufusótthreinsun eða sjóða í vatni. Notið ekki vörur sem innihalda klór.

Athugið: Skoðið vöruna reglulega og hættið að nota ef hún er skemmd. Ungabörn ættu alltaf að vera undir eftirliti og notið vöruna ekki í öðrum tilgangi en hún er ætluð fyrir. Fingraburstinn getur valdið köfnunarhættu ef ungabörn eru með hann án eftirlits. Burstinn er ekki nagdót og þó hann sé hannaður til að róa góma er hann ekki hannaður til að naga.

Vörumerkin okkar