Pure Ebba – Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?
Pure Ebba – Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?
4.750 kr.
Hér er komin fjórða útgáfa af bókinni Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Frá fyrri útgáfu hafa bæst við uppskriftir og fróðleikur. Bókin er leiðarvísir ætlaður foreldrum sem eru að byrja að gefa börnunum sínum fasta fæðu. Hér er að finna ýmsar ráðleggingar og svör við flestum spurningum foreldra sem langar að gefa barninu sínu næringarríkan og heilsusamlegan mat. Bókin er einnig leiðarvísir fyrir þá sem langar að læra meira um hollt mataræði en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
Í bókinni má meðal annars finna:
- Ítarlegan viðmiðunarlista yfir hvenær börn mega byrja að borða vissar fæðutegundir
- Leiðbeiningar um meðhöndlun ávaxta og grænmetis ásamt fjölda mynda
- Fjölmargar einfaldar og góðar uppskriftir af barnamat
- Uppskriftir að hollum og ljúffengum mat fyrir alla fjölskylduna og barnaafmælin
- Allskyns fróðleik varðandi næringu og heilsu barna
Ebba er kennari að mennt. Hún hóf að lesa sér til um barnamat og næringu þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt fyrir rúmum 16 árum. Þessi bók er afrakstur af fróðleikssöfnun hennar um næringu og heilsu barna.
Ebba stjórnaði þáttunum Eldað með Ebbu sem sýndir voru á RUV og nutu mikilla vinsælda. Í þeim eldaði hún einfaldan, hollan og næringarríkan mat ásamt því að fræða áhorfendur um hráefni og næringu. Ebba hefur skriftað bækurnar Eldað með Ebbu, eftir samnefndum þáttum og Eldað með Ebbu í Latabæ. Þá vinnur hún sem fyrirlesari um hollt mataræði og næringu.
Á lager
Hér er komin fjórða útgáfa af bókinni Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Frá fyrri útgáfu hafa bæst við uppskriftir og fróðleikur. Bókin er leiðarvísir ætlaður foreldrum sem eru að byrja að gefa börnunum sínum fasta fæðu. Hér er að finna ýmsar ráðleggingar og svör við flestum spurningum foreldra sem langar að gefa barninu sínu næringarríkan og heilsusamlegan mat. Bókin er einnig leiðarvísir fyrir þá sem langar að læra meira um hollt mataræði en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
Í bókinni má meðal annars finna:
- Ítarlegan viðmiðunarlista yfir hvenær börn mega byrja að borða vissar fæðutegundir
- Leiðbeiningar um meðhöndlun ávaxta og grænmetis ásamt fjölda mynda
- Fjölmargar einfaldar og góðar uppskriftir af barnamat
- Uppskriftir að hollum og ljúffengum mat fyrir alla fjölskylduna og barnaafmælin
- Allskyns fróðleik varðandi næringu og heilsu barna
Ebba er kennari að mennt. Hún hóf að lesa sér til um barnamat og næringu þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt fyrir rúmum 16 árum. Þessi bók er afrakstur af fróðleikssöfnun hennar um næringu og heilsu barna.
Ebba stjórnaði þáttunum Eldað með Ebbu sem sýndir voru á RUV og nutu mikilla vinsælda. Í þeim eldaði hún einfaldan, hollan og næringarríkan mat ásamt því að fræða áhorfendur um hráefni og næringu. Ebba hefur skriftað bækurnar Eldað með Ebbu, eftir samnefndum þáttum og Eldað með Ebbu í Latabæ. Þá vinnur hún sem fyrirlesari um hollt mataræði og næringu.